Monday, May 27, 2024
HomeErlentChris Weidman: Einbeitti mér að því að skíta ekki á mig

Chris Weidman: Einbeitti mér að því að skíta ekki á mig

chris weidman 1111Chris Weidman varði millivigtartitil sinn um helgina á UFC 187 er hann sigraði Vitor Belfort með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu. Weidman er eflaust þakklátur fyrir að bardaginn var stuttur þar sem nátturan kallaði skömmu fyrir bardagann.

Weidman var í viðtali hjá Ariel Helwani í The MMA Hour í gær. Helwani lýsti því yfir að Weidman hafi ekki verið sjálfum sér líkur á leiðinni í búrið og viðurkenndi meistarinn að ekki allt hafi verið með felldu þegar hann gekk í búrið.

„Ef ég á að segja eins og er þá var þetta í fyrsta sinn sem ég þurfti nauðsynlega að fara á klósettið, ég hugsaði með mér ‘ég trúi ekki að þetta sé að gerast núna, ég á eftir að skíta á mig í búrinu’. Um leið og inngöngulag Vitor [Belfort] hófst gat ég ekki hugsað um annað en hvort ég ætti að fara á klósettið eða ekki. Það var það eina sem ég hugsaði um á meðan ég gekk í búrið. Ég velti því fyrir mér hvort ég yrði sá fyrsti til að hlaupa úr bardaga til að komast á klósettið. Ég var bara að reyna að einbeita mér að því að skíta ekki á mig,“ sagði Weidman.

Sem betur fer fyrir Weidman var bardaginn ekki nema tæpar þrjár mínútur. Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef bardaginn hefði farið allar fimm loturnar.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular