spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChris Weidman er með einstakt hugarfar

Chris Weidman er með einstakt hugarfar

Chris Weidman mun verja millivigtartitil sinn í kvöld gegn Vitor Belfort. Weidman er ósigraður og hefur sýnt það á hans ferli í UFC að hann er með einstakt hugarfar.

Chris Weidman var verulega fær glímumaður á sínum skólaárum en hann var tvisvar á topp átta á sínum þyngdarflokki á landsvísu (All-American nafnbótin). Eftir að skólanum lauk setti hann sér markmið að komast á Ólympíuleikana 2008.

Meiðsli komu þó í veg fyrir að hann gæti keppt á úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana og þurfti hann því að taka erfiða ákvörðun. Að reyna aftur eftir fjögur ár eða prófa MMA.

Það er öllum ljóst hvað Weidman valdi að gera og byrjaði ferilinn með tveimur sigrum í fyrstu lotu. Hann var 2-0 í MMA en vissi að vegurinn til UFC væri langur. Á þessum tíma bjó hann og eiginkona hans ásamt ungabarni þeirra í kjallara foreldra Weidman.

Um tíma gat Weidman ekkert barist vegna handarmeiðsla og var fjölskyldan unga í peningavandræðum. Aðstandendur hvöttu Weidman, sem þá var enn bara 2-0 í MMA, að gefast upp á draumnum til að geta séð fyrir fjölskyldu sinni. Konan hans var í fullu námi og vinnu og sá fyrir þeim að mestu. Þetta voru erfiðir tímar fyrir Weidman.

Hann var orðinn þreyttur á biðinni og eftir 17 mánaða hlé vegna meiðsla mætti hann hættulegum andstæðingi, Uriah Hall. Weidman gat nánast ekkert kýlt með hægri hönd sinni vegna meiðslanna en náði á sama tíma að þjálfa upp eitraðan vinstri krók. Það tryggði honum sigur á Hall og þremur mánuðum síðar sigraði hann annan bardaga.

4-0 í MMA reyndi Weidman að komast í UFC. Bardagasamtökin höfnuðu honum þar sem hann var með of fáa bardaga. Rúmlega tveimur vikum fyrir UFC bardagakvöld þann 3. mars meiddist andstæðingur Alessio Sakara. UFC bauð Weidman að taka bardagann þar sem enginn gat tekið bardaga með svo skömmum fyrirvara.

Weidman samþykkti bardagann þrátt fyrir að vera illa meiddur á rifbeini. Weidman átti erfitt með andardrátt vegna meiðslanna en þarna sá hann gullið tækifæri til að ná markmiðum sínum. Hann gat einungis tekið styrktar- og þolæfingar vegna meiðslanna en tókst engu að síður að sigra reynsluboltann Sakara eftir dómaraákvörðun.

weidman maia

Eftir tvo sigra í röð fékk hann annað gullið tækifæri. Weidman var boðið að taka bardaga gegn Demian Maia með aðeins tíu daga fyrirvara. Weidman samþykkti bardagann en þurfti að losa sig við 30 pund til að ná 185 punda takmarkinu á aðeins tíu dögum.

Niðurskurðurinn var gífurlega erfiður Weidman. Þegar verst lét leið yfir Weidman í hvert sinn sem hann stóð upp. Aðstoðarmenn hans báru hann inn og út úr gufunni og grét Ray Longo (einn af þjálfurum Weidman). Þjálfarar hans vildu hætta við bardagann, þetta var of stór niðurskurður, en Weidman tók það ekki í mál. Weidman og þjálfarar hans segja að hann hafi verið nær dauða en lífi. Weidman gat varla tjáð sig á þessum tímapunkti en hann ætlaði að ná tilsettri þyngd!

Fyrir vigtunina þurfa allir bardagamenn að svara spurningum hjá íþróttaeftirlitinu. Weidman var svo þurr og bugaður að hann átti erfitt með að muna hvenær hann ætti afmæli. Weidman náði þó vigt og sigraði bardagann.

Þetta er dæmi um ótrúlegan andlega styrk og vilja Weidman. Vegurinn að UFC gulli hefur ekki verið auðveldur. Það er hins vegar ljóst að Weidman er með járnvilja og hugarfar meistara.

Nánar má rýna í hugarfar hans í þessu frábæra viðtali Ariel Helwani.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular