Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentChris Weidman mætir Gegard Mousasi á UFC 210

Chris Weidman mætir Gegard Mousasi á UFC 210

Chris Weidman mætir Gegard Mousasi í millivigt á UFC 210. Bardagakvöldið fer fram þann 8. apríl í Buffalo í New York.

Þeir Mousasi og Weidman eru báðir á topp 5 í þyngdarflokknum en hafa átt misjöfnu gengi að fagna. Weidman er auðvitað fyrrum millivigtarmeistarinn en hefur nú tapað tveimur bardögum í röð. Á meðan hefur Mousasi farið á kostum og unnið fjóra í röð og hefur sennilega aldrei verið betri.

Mousasi óskaði eftir bardaga gegn nokkrum af þeim bestu og þar á meðal var Weidman. „Þegar ég heyrði að hann vildi berjast við mig ákvað ég að gefa honum það sem hann óskaði eftir. Núna ætla ég að berja hann,“ sagði Weidman við Newsday.

Chris Weidman tapaði fyrir Yoel Romero á UFC 205 í New York eftir þungt hnéspark í höfuðið og leit rothöggið ekki vel út fyrir Weidman. Hann er staðráðinn í að ná fyrri hæðum og stefnir á að ná beltinu aftur.

Gegard Mousasi vann síðast Uriah Hall í Belfast í nóvember og hefndi þar með fyrir sitt eina tap á síðustu tveimur árum. Þetta er síðasti bardaginn hjá Mousasi á núgildandi samningi og gæti hann fengið titilbardaga með sigri.

Þetta er fyrsti bardaginn sem staðfestur hefur verið á UFC 210.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular