Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentChris Weidman mætir Rockhold hugsanlega í New York

Chris Weidman mætir Rockhold hugsanlega í New York

chris weidman og luke rockholdNæsta titilvörn millivigtarmeistarans Chris Weidman verður gegn Luke Rockhold eins og fastlega var búist við. Ekki er vitað hvenær bardaginn fer fram en bardaginn gæti farið fram á fyrsta UFC viðburðinum í New York.

Dana White, forseti UFC, staðfesti fyrr í vikunni að Rockhold fái næsta titilbardaga. UFC hefur ekki opinberað hvar eða hvenær bardaginn fer fram og mun líklegast bíða eftir fréttum af lögleiðingu MMA í New York áður en það verður ákveðið.

New York ríki er eina ríki Bandaríkjanna þar sem MMA hefur ekki enn verið lögleitt. Það gæti breyst á næstu tveimur vikum og ef það gerist mun UFC halda risa viðburð í Madison Square Garden í New York.

UFC 194 fer fram 5. desember og gæti það verið fyrsta bardagakvöld UFC í New York. New York búinn Chris Weidman verður þá í aðalbardaga kvöldsins gegn Luke Rockhold en hann varði nýverið millivigtartitil sinn gegn Vitor Belfort.

Löggjafartímabilinu í New York ríki lýkur 17. júní og ef lagafrumvarp um lögleiðingu MMA verði ekki samþykkt fyrir þann tíma verður ekkert MMA í New York á þessu ári. Það má því vænta þess að tímasetning og staðsetning bardagans komi ekki í ljós fyrr en seint í júní.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular