spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChris Weidman um sín verstu meiðsli: Allir héldu að ég væri án...

Chris Weidman um sín verstu meiðsli: Allir héldu að ég væri án typpis

APphoto_UFC 175 Mixed Martial ArtsChris Weidman mætir Luke Rockhold á UFC 194 eftir slétta viku. Meistarinn var í viðtali við Huffington Post Live á dögunum og greindi þar frá ömurlegri reynslu.

Í viðtalinu var Chris Weidman spurður út í sín verstu meiðsli. Hann nefndi slæm meiðsli eins og þegar hann viðbeinsbrotnaði en kom á óvart með því að nefna slys í sjötta bekk sem sín verstu meiðsli.

„Ég festi typpið mitt í rennilás í fyrsta bekk. Ég er UFC bardagamaður en það versta sem mér dettur í hug er þegar typpið festist í rennilásnum. Það var það versta,“ sagði millivigtarmeistarinn Weidman.

„Sjúkraliðarnir komu inn og gátu ekki losað þetta. Þeir skáru gallabuxurnar af mér þar til það eina sem var eftir var rennilásinn og ég allsber. Allir störðu á mig nakinn, kennararnir og skólastjórinn, þetta var hræðilegt.“

Chris Weidman hefur áður talað um hve slæmur eldri bróðir hans var í æsku. Bróðirinn sagði öllum skólanum að læknarnir hefðu þurft að skera typpið af Weidman. „Þangað til í sjötta bekk héldu allir að ég væri ekki með typpi. Þannig að í sjötta bekk byrjaði ég að slengja honum út fyrir framan alla, ‘sjáið mig, ég er með svona!’ eftir að ég fékk sjálfstraustið til að taka hann út.“

Þar höfum við það. Verstu meiðsli millivigtarmeistarans Chris Weidman áttu sér stað í grunnskóla. Hér að neðan má sjá Weidman tala um slysið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular