spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaChris Weidman var lagður í harkalegt einelti

Chris Weidman var lagður í harkalegt einelti

UFC on Fuel TV: Weigh-InMillivigtarmeistarinn Chris Weidman lenti í harkalegu einelti á sínum yngri árum. Bróðir hans níddist á honum og lét vini sína berja hann.

Weidman gerði sér ekki grein fyrir að þetta væri einelti fyrr en hann talaði opinberlega um einelti og heyrði aðrar eineltissögur. Hann hafði í raun ekki hugsað mikið um þetta.

Eldri bróðir Weidman var harður strákur og fólk vildi annað hvort hafa hann með sér í liði eða forðast hann algjörlega. Af einhverjum ástæðum átti hann í nöp við Chris.

Hann níddist á honum og lét vini sína í skólanum berja hann. Chris þóttist vera veikur er busadagurinn fór fram en bróðir hans var svo almennilegur að koma með alla vini sína heim til þeirra til að berja Chris. Þeir brutust inn í herbergi hans, lömdu hann, hræktu á hann og stöppuðu á honum.

Chris þurfti oft að fara upp á spítala vegna barsmíða en í eitt skiptið kastaði eldri bróðirinn lóð í höfuð Chris svo úr honum blæddi. Það var einnig mikið um andlegt ofbeldi sem Chris segir að sé almennt mun verra.

Eitt skiptið viðbeinsbrotnaði Chris eftir hjólaslys en bróðir hans trúði ekki að hann væri brotinn. Hann lét því alla vini sína kýla hann í höndina og segir Chris að það hafi verið versti sársauki sem hann hefur upplifað.

Í dag segir Chris að þetta hafi hert hann. Hann er þakklátur fyrir að hafa alist upp í erfiðu hverfi því það hafi gert hann að því sem hann er í dag. Hér að neðan má heyra nánari lýsingar af atburðunum.

Það er ljóst að fáir munu níðast á Chris Weidman í dag þar sem hann er einn besti bardagamaður heims. Weidman ver millivigtartitilinn sinn gegn Vitor Belfort á laugardaginn á UFC 187.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular