spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCody Garbrandt og T.J. Dillashaw þjálfa 25. seríu TUF

Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw þjálfa 25. seríu TUF

Þeir Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw munu þjálfa 25. seríu TUF. Serían fer í sýningar í apríl og munu þeir Dillashaw og Garbrandt væntanlega berjast næsta sumar.

Þetta kom fram í UFC útsendingunni í gær. Serían mun kallast The Ultimate Fighter: Redemption en þar munu fyrrum TUF keppendur og sigurvegarar taka þátt. Það verða því engin ný andlit meðal keppenda en keppendalistinn er ókunnugur sem stendur.

Cody Garbrandt vann nýverið bantamvigtartitilinn af Dominick Cruz og verður fyrsta titilvörnin hans því gegn Dillashaw í sumar eftir að þáttaseríunni lýkur. Fyrsti þáttur fer í loftið þann 19. apríl og mun sennilega klárast í júlí. Þeir Dillashaw og Garbrandt munu því sennilega mætast í júlí og verður það afar spennandi viðureign.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular