Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentColby Covington hraunaði yfir Tyron Woodley og Brasilíu

Colby Covington hraunaði yfir Tyron Woodley og Brasilíu

Colby Covington átti frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Demian Maia í Brasilíu í gær. Eftir bardagann hraunaði hann yfir Tyron Woodley og Brasilíu.

Eftir sigurinn í gær hefur Colby Covington unnið fimm bardaga í röð í veltivigt UFC. Bardaginn í gær var jafn til að byrja með en Covington naut mikilla yfirburða í 3. lotu. Covington sigraði eftir einróma dómaraákvörðun og hafði ýmislegt að segja í viðtalinu eftir bardagann.

„Brasilíu, þú ert algjört greni! Þið eruð ömurleg skítugu dýrin ykkar. Ég hef bara eitt að segja; Tyron Woodley, ég er á leiðinni. Ef þú svarar ekki dyrabjöllinni mun ég brjótast inn og taka það sem ég á, veltivigtarbeltið!“

Covington uppskar mikið baul frá brasilísku aðdáendunum og þurfti mikla öryggisgæslu til að fylgja honum út. Áhorfendur köstuðu alls konar hlutum að Covington er hann gekk úr búrinu og fékk ekki að mæta á blaðamannafundinn eftir bardagana vegna öryggisástæðna.

UFC var ekki ánægt með ummæli Covington og mun taka þau til skoðunar. Covington sá þó ekki eftir neinu og sendi frá sér kaldhæðnislega afsökunarbeiðni á Twitter.

Covington sagði svo í viðtali við MMA Junkie eftir bardagann að hann sé bara að njóta sína og hafa gaman.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular