spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentColby Covington mætir Robbie Lawler í ágúst

Colby Covington mætir Robbie Lawler í ágúst

Næsti bardagi Colby Covington verður ekki titilbardagi. Covington mun mæta Robbie Lawler í aðalbardaga kvöldsins þann 3. ágúst.

Colby Covington hefur ekki barist síðan hann sigraði Rafael dos Anjos um bráðabirgðarbeltið í veltivigtinni. Sá bardagi fór fram í júní 2018 og hefur hann verið á hliðarlínunni síðan þá. Fastlega var búist við að Covington fengi titilbardaga gegn þáverandi meistara, Tyron Woodley, en Covington þurfti að fara í smávægilega aðgerð á nefinu og fékk Darren Till titilbardagann þess í stað.

Covington var sviptur bráðabirgðartitlinum og var aftur horft framhjá honum þegar Woodley var bókaður í titilbardaga gegn Kamaru Usman. Usman sigraði Woodley og var næstum öruggt að Covington fengi loksins titilbardagann.

Usman er hins vegar enn meiddur og mun ekki geta barist fyrr en í nóvember. UFC hefur því bókað Covington í bardaga gegn Robbie Lawler á UFC bardagakvöldinu í Newark, New Jersy þann 3. ágúst.

Covington sagði í samtali við Ariel Helwani að hann væri í raun að verja titilinn sinn.

Robbie Lawler barðist síðast við Ben Askren í mars þar sem hann tapaði í umdeildum bardaga. Lawler átti að mæta Tyron Woodley núna um helgina en Woodley meiddist og fékk Lawler ekki nýjan andstæðing.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular