Næsti bardagi Colby Covington verður ekki titilbardagi. Covington mun mæta Robbie Lawler í aðalbardaga kvöldsins þann 3. ágúst.
Colby Covington hefur ekki barist síðan hann sigraði Rafael dos Anjos um bráðabirgðarbeltið í veltivigtinni. Sá bardagi fór fram í júní 2018 og hefur hann verið á hliðarlínunni síðan þá. Fastlega var búist við að Covington fengi titilbardaga gegn þáverandi meistara, Tyron Woodley, en Covington þurfti að fara í smávægilega aðgerð á nefinu og fékk Darren Till titilbardagann þess í stað.
Covington var sviptur bráðabirgðartitlinum og var aftur horft framhjá honum þegar Woodley var bókaður í titilbardaga gegn Kamaru Usman. Usman sigraði Woodley og var næstum öruggt að Covington fengi loksins titilbardagann.
Usman er hins vegar enn meiddur og mun ekki geta barist fyrr en í nóvember. UFC hefur því bókað Covington í bardaga gegn Robbie Lawler á UFC bardagakvöldinu í Newark, New Jersy þann 3. ágúst.
Covington sagði í samtali við Ariel Helwani að hann væri í raun að verja titilinn sinn.
Colby Covington vs. Robbie Lawler is the main event for the Aug. 3 card in Newark. First reported by @bokamotoESPN.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) June 25, 2019
I asked Covington why he’s taking this fight when he appeared so close to getting a title shot, and here’s what he said: pic.twitter.com/4zEZP3ocsI
Robbie Lawler barðist síðast við Ben Askren í mars þar sem hann tapaði í umdeildum bardaga. Lawler átti að mæta Tyron Woodley núna um helgina en Woodley meiddist og fékk Lawler ekki nýjan andstæðing.