spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaCollab glíman á dagskrá í fyrsta sinn 19. febrúar

Collab glíman á dagskrá í fyrsta sinn 19. febrúar

Fyrsta glímumót ársins verður á dagskrá í vikunni. Collab glíman fer þá fram í fyrsta sinn þar sem átta skemmtilegar glímur verða á dagskrá.

Það hefur verið lítið um keppnir í BJJ heiminum á undanförnum vikum vegna kórónuveirunnar. Síðasta BJJ mótið á Íslandi fór fram í febrúar 2020 þegar Blábeltingamót VBC var haldið.

Brasilískt jiu-jitsu aðdáendur á Íslandi eiga von á góðri skemmtun á föstudaginn þegar Collab glíman verður haldin í Mjölni. Um er að ræða 8 skemmtilegar ofurglímur sem sýndar verða í beinni útsendingu á Youtube-rás Mjölnis.

Kristján Helgi Hafliðason úr Mjölni mætir Eiði Sigurðssyni úr VBC í aðalglímu kvöldsins. Þeir hafa aldrei mæst áður í keppni og má búast við hörku glímu!

Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið en mótinu verður streymt í beinni á Youtube og verða engir áhorfendur leyfðir. Streymið hefst kl. 20 en eftirfarandi glímur verða á dagskrá:

Sigursteinn Óli vs. Mikael Leó
Viktor Gunnarsson vs. Aron Kevinsson
Lili Rá vs. Lilja Guðjónsdóttir
Bjarki Eyþórsson vs. Hrafn Þráinsson
Valdimar Torfason vs. Sigurpáll Albertsson
Margrét Ýr vs. Ólöf Embla
Halldór Logi vs. Bjarki Þór Pálsson
Kristján Helgi vs. Eiður Sigurðsson

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular