spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaCollab glíman: Bjarki Eyþórsson vs. Hrafn Þráinsson

Collab glíman: Bjarki Eyþórsson vs. Hrafn Þráinsson

Föstudagskvöldið 19. febrúar verður Collab glíman haldin í Mjölni. Um er að ræða 8 skemmtilegar ofurglímur sem sýndar verða í beinni útsendingu á Youtube en hér skoðum við 4. glímu kvöldsins.

Fjórða glíma kvöldsins er á milli tveggja fjólublábeltina í BJJ sem eru báðir 1-0 sem áhugamenn í MMA. Bjarki er upprennandi MMA bardagamaður en hefur lent í meiðslum sem hafa haldið aftur af honum. Hrafn Þráinsson er þjálfari hjá Reykjavík MMA og keppt mikið í glímunni á síðustu árum.

Hrafn Þráinsson

Aldur: 34 ára
Félag: Reykjavík MMA
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? Búinn að æfa í 6 ár.
Belti: Fjólublátt belti
Árangur á mótum: Gull á Blábeltingamóti VBC 2018 og tvöfalt 2019, gull á Iceland Open 2018, Íslandsmeistari blábeltinga 2019.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Byrjaði í karate í Þórshamri og hef sennilega prófað allt sem er í boði af bardagaíþróttum á Íslandi.
Fyrri glímur við andstæðinginn: Aldrei keppt við Bjarka þannig að það verður fjör.
Áhugaverð staðreynd: Ég var látinn vinna við selveiðar sem barn.
Coolbet stuðull: 2,50

Bjarki Eyþórsson

Aldur: 23 ára
Félag: Mjölnir
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? Byrjaði að æfa BJJ 2015 þá var ég í einkaþjálfun hjá Magnúsi Inga í MMA.
Belti: Fjólublátt
Árangur á mótum: Hef ekki keppt í glímu síðan ég keppti á ADCC Trials í Noregi 2018 og keppti þar í -88 kg flokki og reif í hnénu eftir fyrstu glímuna! Beint í reynslubankann. Hef síðan keppt á London Warriors 2018 en aldrei keppt í glímu á Íslandi áður.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Ég æfði fótbolta heillengi en hætti 17 ára og byrjaði í Mjölni rétt eftir það.
Fyrri glímur við andstæðinginn: Ég hef aldrei keppt við Krumma en við höfum glímt áður á æfingu og þá var hann bara helvíti góður og mjög durable. Þetta verður skemmtileg glíma.
Áhugaverð staðreynd: Ég er með mjög útstætt rifbein eftir að ég festist undir Gunna Nels (shocker) og reyndi aðeins of mikið að losna en endaði með að rifbeinið poppaði.
Coolbet stuðull: 3,75

Mótið hefst kl. 20:00 á föstudaginn og verður mótinu streymt á Youtube rás Mjölnis. Hægt er að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular