Föstudagskvöldið 19. febrúar verður Collab glíman haldin í Mjölni. Um er að ræða 8 skemmtilegar ofurglímur sem sýndar verða í beinni útsendingu á Youtube en hér skoðum við fyrri kvennaglímu kvöldsins.
Þriðja glíma kvöldsins verður á milli Lili Rá og Lilju Guðjónsdóttur. Lili hefur verið dugleg að keppa á glímumótum hérlendis síðustu tvo ár og hefur einnig verið í MMA. Lilja hefur sömuleiðis verið dugleg að keppa á mótum hérlendis og vann sinn flokk á Íslandsmeistaramótinu 2018.
Lilja Guðjónsdóttir
Aldur: 26 ára
Félag: Reykjavík MMA
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? Byrjaði að æfa 2016
Belti: Fjólublátt
Árangur á mótum: Íslandsmeistari 2018, gull og brons á Grappling Industries í London 2020, gull á Grettismótinu 2018.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Æfði kickbox í einhvern tíma og svo hef ég prófað mjög margt svo sem fótbolta, fimleika, dans en svona aðallega kickbox og Víkingaþrek fyrir glímuna.
Fyrri glímur við andstæðinginn: Hef aldrei keppt við Lili en æfðum eitthvað saman þegar ég var í Mjölni.
Áhugaverð staðreynd: Kann að fljúga flugvélum og keyrði í gegnum Víetnam á vespu á einum og hálfum mánuði.
Coolbet stuðull: 2,65
Lili Rá
Aldur: 26 ára
Félag: Mjölnir
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? Kláraði BJJ 101 fyrir nákvæmlega 2 árum síðan
Belti: Hvítt
Árangur á mótum: Vann minn flokk á Jólamóti RVK MMA, 2. sæti á Blábeltingamóti VBC í mínum flokki og opnum flokki kvenna.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Smá kickbox og æfi líka MMA
Fyrri glímur við andstæðinginn: Aldrei keppt við hana áður
Áhugaverð staðreynd: Flutti til Íslands frá Ungverjalandi eftir að hafa séð auglýsingu á Facebook. Flutti frá Búdapest til Borgarnes.
Coolbet stuðull: 4,50
Mótið hefst kl. 20:00 á föstudaginn og verður mótinu streymt á Youtube rás Mjölnis. Hægt er að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.