Saturday, February 24, 2024
HomeForsíðaCollab glíman: Viktor Gunnarsson vs. Aron Kevinsson

Collab glíman: Viktor Gunnarsson vs. Aron Kevinsson

Föstudagskvöldið 19. febrúar verður Collab glíman haldin í Mjölni. Um er að ræða 8 skemmtilegar ofurglímur sem sýndar verða í beinni útsendingu á Youtube en hér skoðum við nánar 2. glímu kvöldsins.

Önnur glíma kvöldsins er á milli Viktors Gunnarssonar og Arons Kevinssonar. Báðir eru upprennandi bardagamenn í MMA en Aron er með fimm MMA bardaga. Viktor fékk þrjá bardaga í fyrra sem féllu því miður allir niður vegna kórónuveirunnar og á hann því enn eftir að taka sinn fyrsta MMA bardaga.

Aron Kevinsson

Aldur: 23 ára
Félag: Reykjavík MMA
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? 2017
Belti: Blátt
Árangur á mótum: Keppt einu sinni á Íslandsmeistaramótinu í BJJ og búinn með 5 bardaga í MMA
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Var í fótbolta í 14 ár
Fyrri glímur við Viktor: Aldrei keppt við hann
Áhugaverð staðreynd: Á yfir 30 skópör og tók selfie með Kany West
Collab stuðull: 3,75

Viktor Gunnarsson

Aldur: 19 ára
Félag: Mjölnir
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? Byrjaði árið 2012 í unglingastarfi Mjölns
Belti: Blátt belti
Árangur á mótum: Íslandsmeistari unglinga, 2. sæti í opnum flokki á Mjölnir Open unglinga, 2. sæti á Mjölnir Open 2019.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Var stutt í karate en æfi MMA, box og kickbox líka.
Fyrri glímur við andstæðinginn: Aldrei keppt gegn honum
Áhugaverð staðreynd: Eyddi yfir 5.000 klukkutímum í Witcher 3 tölvuleiknum og hef horft á fleiri kvikmyndir en allir aðrir í Mjölni.
Collab stuðull: 2,25

Mótið hefst kl. 20:00 á föstudaginn og verður mótinu streymt á Youtube rás Mjölnis. Hægt er að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular