spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaCollab glíman: Mikael Leó vs. Sigursteinn Óli

Collab glíman: Mikael Leó vs. Sigursteinn Óli

Föstudagskvöldið 19. febrúar verður Collab glíman haldin í Mjölni. Um er að ræða 8 skemmtilegar ofurglímur sem sýndar verða í beinni útsendingu á Youtube en hér skoðum við nánar fyrstu glímu kvöldsins.

Fyrsta glíma kvöldsins verður á milli Sigursteins Óla Ingólfssonar og Mikaels Leó Aclipen. Þetta er eina glíma kvöldsins sem er á milli tveggja liðsfélaga en báðir æfa í Mjölni og fáum við að kynnast þeim aðeins nánar.

Sigursteinn Óli Ingólfsson

Aldur: 21 árs
Félag: Mjölnir
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? Byrjaði á grunnnámskeiði í unglingahópnum 2015 en hélt ekki áfram og byrjaði svo aftur að æfa af alvöru í lok árs 2016.
Belti: Fjólublátt belti
Árangur á mótum: 2. sæti NAGA UK í Intermediate -60 kg flokk, Íslandsmeistari blábeltinga 2018 í -70 kg flokki, vann Sub only mótið í Reykjavík MMA 2019, vann Grettismótið -68 flokk 2019.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Æfði skíði þangað til að ég varð 16 ára
Fyrri glímur við Mikael: Kepptum í úrslitum á Grettismótinu 2019 þar sem ég vann en æfum mikið saman.
Áhugaverð staðreynd: Hef fórnað svefni á nánast öllum laugardagskvöldum í svona ár til að horfa á UFC.

Mikael Leó.

Mikael Leó Aclipen

Aldur: 17 ára
Félag: Mjölnir
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? Þegar ég var 8 ára gamall
Belti: Blátt
Árangur á mótum: Margfaldur Íslandsmeistari unglinga, margfaldur meistari á Mjölnir Open ungmenna, Íslandsmeistari fullorðinna 2019, vann minn flokk á Blábeltingamóti VBC, vann minn flokk og opinn flokk á Jólamóti RVK MMA og NAGA meistari 2018 í Dublin.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Æfði breikdans þegar ég var lítill
Fyrri glímur við Sigurstein: Tapaði á aukastigi á Grettismótinu einu sinni.
Áhugaverð staðreynd: Er með samvaxnar tær og er ógeðslega góður að gera Power Point sýningar

Mótið hefst kl. 20:00 á föstudaginn og verður mótinu streymt á Youtube rás Mjölnis.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular