spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaCollab glíman: Ólöf Embla vs. Margrét Ýr

Collab glíman: Ólöf Embla vs. Margrét Ýr

Föstudagskvöldið 19. febrúar verður Collab glíman haldin í Mjölni. Um er að ræða 8 skemmtilegar ofurglímur sem sýndar verða í beinni útsendingu á Youtube en hér skoðum við seinni kvennaglímu kvöldsins.

Þær Ólöf Embla og Margrét Ýr eru tvær af bestu glímukonum landsins ásamt Ingu Birnu. Margrét hefur verið á hraðri uppleið en Ólöf Embla verið með þeim bestu hér á landi um árabil. Þær Margrét og Ólöf hafa aldrei mæst áður og ætti þetta því að verða spennandi glíma.

Ólöf Embla Kristinsdóttir

Aldur: 26 ára
Félag: Brúnt belti
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? Byrjaði árið 2013
Belti: Brúnt
Árangur á mótum: Fimm Íslandsmeistaratitlar, tvöfalt gull á League Royal mótinu í Suður-Kóreu, ágætis árangur erlendis sem hvítt og blátt belti.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Æfði sund alveg fáránlega lengi, í alveg 9 ár án þess að ná nokkrum árangri á mótum.
Fyrri glímur við andstæðinginn: Aldrei keppt við hana áður
Áhugaverð staðreynd: Ég er crazy plant lady og er búin að drekkja heimilinu í plöntum.
Coolbet stuðull: 1,95

Margrét Ýr Sigurjónsdóttir

Aldur: 23 ára
Félag: Mjölnir
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? 2016
Belti: Fjólublátt
Árangur á mótum: Íslandsmeistari í mínum flokki og opnum flokki kvenna. Vann Grettismótið í fyrra, bæði opna flokkinn og minn flokk. NAGA 1. sætið í opna gi (fjólublá belti), 2. sæti í nogi expert í minni þyngd. Vann mínar viðureignir svo á Bolamóti 1 og 2.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Var í fimleikum í 11 ár
Fyrri glímur við andstæðinginn: Aldrei mætt henni á móti
Áhugaverð staðreynd: Á 129 vini á Linkedin og er að safna
Coolbet stuðull: 4,50

Mótið hefst kl. 20:00 á föstudaginn og verður mótinu streymt á Youtube rás Mjölnis. Hægt er að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular