0

Collab glíman: Halldór Logi vs. Bjarki Þór

Föstudagskvöldið 19. febrúar verður Collab glíman haldin í Mjölni. Um er að ræða 8 skemmtilegar ofurglímur sem sýndar verða í beinni útsendingu á Youtube en hér skoðum við næstsíðustu glímu kvöldsins.

Í næstsíðustu glímu kvöldsins mætast tveir svartbeltingar! Þeir Halldór Logi Valsson og Bjarki Þór Pálsson eru báðir svart belti í brasilísku jiu-jitsu undir Gunnari Nelson. Bjarki Þór er einn besti MMA bardagamaður þjóðarinnar og Halldór Logi einn sá besti í BJJ. Hér mætast stálin stinn!

Mynd: Ásgeir Marteinsson.

Bjarki Þór Pálsson

Aldur: 34 ára
Félag: Reykjavík MMA
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? Byrjaði að æfa bardagaíþróttir í september 2010.
Belti: Svart belti
Árangur á mótum: Íslandsmeistari 2016, silfur á Swedish Open 2015 og fjöldi annarra verðlauna á glímumótum hér heima. 4-1 sem atvinnumaður í MMA, 11-1 sem áhugamaður í MMA og Evrópumeistari áhugamanna í MMA.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Íslandsmeistari í kraftlyftingum 2010 og á Íslandsmet í unglingaflokki í réttstöðulyftu.
Fyrri glímur við Halldór: Halldór hefur unnið mig fjórum sinnum og það er fjórum skiptum of mikið! Halldór er auðvitað frábær glímumaður og yndislegur strákur og hefur gert marga flotta hluti í sportinu ásamt því að vera til fyrirmyndar í barnastarfi Mjölnis. En ég hef verið að æfa vel og er vel undirbúinn á líkama og sál og ætla gefa mér 100% heimild til að vinna þetta á föstudaginn! Þetta verður glíma mótsins.
Áhugaverð staðreynd: Keppti í samkvæmisdansi þegar ég var 11 ára og ég hélt svoleiðis að ég hefði unnið þetta því ég var í the zone á gólfinu. En allt kom fyrir ekki og ég var svo svekktur að ég for að gráta og er nýfarinn að geta aðeins stigið á dansgólfið aftur. Getum sagt að ég hafi lært mikilvæga lexíu þarna; never leave it in the hands of the judges!
Coolbet stuðull: 4,50

Halldór Logi Valsson

Aldur: 25 ára
Félag: Mjölnir
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? Byrjaði að æfa árið 2011
Belti: Svart belti
Árangur á mótum: Margfaldur Íslandsmeistari, tekið Grettismótið líka og Mjölnir Open nokkrum sinnum. Unnið öll mót á Íslandi, bæði minn flokk og opinn flokk. Keppt á stórum mótum erlendis með góðum árangri, þar á meðal Polaris, ADCC trials, Sub 80, NAGA, Samurai graplling og fleiri.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Var goðsögn í fótboltanum
Fyrri glímur við Bjarka: Að glíma við Bjarka er alltaf skemmtilegt, hann kemur alltaf tilbúinn í glímuna. Hann er með gott wrestling og ég hlakka til að wrestla gegn honum. Held þetta verði hröð, áköf og skemmtileg glíma.
Áhugaverð staðreynd: Ég var valinn herra 8. bekkur.
Coolbet stuðull: 1,72

Mótið hefst kl. 20:00 á föstudaginn og verður mótinu streymt á Youtube rás Mjölnis. Hægt er að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.