UFC 257 var stórt bardagakvöld hjá UFC um síðustu helgi þar sem Dustin Poirier sigraði Conor McGregor. Conor var í aðalbardaganum á sjö af tíu söluhæstu bardagakvöldum UFC.
UFC 257 náði 1,6 milljón Pay Per View kaupum og er það því næst söluhæsta bardagakvöld í sögu UFC á eftir UFC 229 þar sem Conor barðist við Khabib Nurmagomedov. UFC 202 þar sem Conor mætti Nate Diaz náði einnig 1,6 milljón Pay Per View kaupum.
Þegar tíu stærstu bardagakvöld í sögu UFC á Pay Per View markaðnum eru skoðuð var Conor í aðalbardaganum í sjö af þeim. Brock Lesnar var í aðalbardaganum á tveimur bardagakvöldum og þá náði UFC 251 með þá Kamaru Usman og Jorge Masvidal góðum tölum síðasta sumar. Jorge Masvidal varð stór stjarna árið 2019 og skilaði það sér í góðum Pay Per View tölum á UFC 251.
Hér að neðan má sjá topp 10 listann en UFC gefur ekki út tölurnar og eru þetta ekki því hárnákvæmar tölur.
10. UFC 116: Brock Lesnar vs. Shane Carwin (3.7.2010) 1,16 millj. PPV
9. UFC 194: Conor McGregor vs. Jose Aldo (12.12.2015) – 1,2 millj. PPV
8. UFC 100: Brock Lesnar vs. Frank Mir (11.7.2009) – 1,3 millj. PPV
7. UFC 205: Conor McGregor vs. Eddie Alvarez (12.11.2016) – 1,3 millj. PPV
6. UFC 251: Kamaru Usman vs. Jorge Masvidal (11.7.2020) – 1,3 millj. PPV
5. UFC 196: Conor McGregor vs. Nate Diaz (3.5.2016) – 1,3 millj. PPV
4. UFC 246: Conor McGregor vs. Donald Cerrone (18.1.2020) – 1,35 millj. PPV
3. UFC 202: Conor McGregor vs. Nate Diaz 2 (20.8.2016) – 1,6 millj. PPV
2. UFC 257: Conor McGregor vs. Dustin Poirier (23.1.2021) – 1,6 millj. PPV
1. UFC 229: Conor McGregor vs. Khabib Nurmagomedov (6.10.2018) – 2,4 millj. PPV