spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor: Allir voru búnir að afskrifa mig

Conor: Allir voru búnir að afskrifa mig

Conor McGRegor post fightConor McGregor var að vonum sáttur með sigurinn á Nate Diaz í nótt. Enginn hefðbundinn blaðamannafundur var haldinn en Conor mætti til að ræða við fjölmiðla.

Conor sigraði eftir meirihluta dómaraákvörðun. Tveir dómaranna gáfu Conor sigurinn á meðan einn dómaranna dæmdi bardagann jafntefli.

Conor haltraði úr búrinu og var í fyrstu talið að hann hefði fótbrotnað. Conor sagði þó að hann væri í góðu lagi en sköflungurinn væri ekki upp á sitt besta eftir að hafa sparkað nokkrum sinnum í hné Diaz. Auk þess var ökklinn laskaður fyrir bardagann og voru spörkin ekki til að bæta ástandið.

Sigurinn var gríðarlega kærkominn fyrir Conor McGregor enda fékk hann ekkert lítið af gagnrýni eftir tapið gegn Diaz í mars. „Þetta var mikilvægur bardagi fyrir mig. Allir voru búnir að afskrifa mig, frá fjölmiðlamönnum til kollega minna. Þeir sögðu að ég væri búinn ef ég hefði tapað þessum bardaga.“

Bardaginn var mjög harður en Conor segist hafa lært mikið af síðasta bardaga. Hann hélt ró sinni þó hann hafi kýlt Diaz niður enda vissi hann að Diaz væri einstaklega harður af sér. „Allt þetta náði fram því besta úr mér.“

„Þetta var ekki auðvelt. Þetta var stríð, en ég er ánægður að þetta skyldi hafa verið þannig. Ég fékk að sýna hjartað í mér þarna og er mjög ánægður með þetta. Allir fögnuðu tapinu mínu og sögðu að ég væri hitt og þetta, það kveikti í mér. Allir efuðust um mig en efist núna!“

Það voru mikil læti í aðdraganda bardagans þar sem flöskum var kastað á blaðamannfundi á miðvikudaginn. Conor sagði að aðdragandi bardagans hafi verið tilfinningaríkur og ákáfur fyrir bæði lið. Mikil spenna var í loftinu og því mátti lítið út af bregða til að allt færi í háaloft. Þetta var engin uppgerð en þrátt fyrir öll lætin bera báðir mikla virðingu gagnvart hvor öðrum. „Hann var alblóðugur en hélt samt áfram að pressa. Hvernig er ekki hægt að virða það?“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular