spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor: Diaz getur verið rotaður og hann mun verða rotaður

Conor: Diaz getur verið rotaður og hann mun verða rotaður

Conor McGregor lét Nate Diaz og hans lið heyra það á opnu æfingunni sem fram fór í gærkvöldi. Blótaði hann Diaz liðinu í sand og ösku og yfirgaf svæðið með miklum látum.

„Fuck Team Diaz“ öskraði Conor McGregor þegar hann yfirgaf opnu æfinguna fyrir framan áhorfendur og fjölmiðla. Conor svaraði nokkrum spurningum fjölmiðla áður en hann lét sig hverfa.

Conor veit að þetta er stór bardagi og kom hann til Las Vegas tilbúinn í bardagann – ekki til að kasta plastflöskum.

„Aðdáendur gefa honum [Nate Diaz] þessa ósýnilegu tilfinningu að hann geti ekki verið rotaður. Hann getur verið rotaður og hann mun verða rotaður.“

Conor lét Diaz liðið margoft heyra það í gær og svaraði varla spurningum fjölmiðla. Conor sagði einnig, líkt og í gær, að hann hefði bara verið í sjálfsvörn þegar Diaz liðið hóf að kasta flöskum í átt að honum.

Þessa stuttu orðræðu frá Conor má sjá hér að neðan og lauk hann opnu æfingunni með góðu „micdrop-i“.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular