Sunday, April 14, 2024
HomeErlentConor: Ég hef mína njósnara í herbúðum Aldo

Conor: Ég hef mína njósnara í herbúðum Aldo

Þriðji þátturinn af UFC 194 Embedded seríunni er kominn á netið. Í þættinum segist Conor McGregor vera með njósnara í herbúðum Jose Aldo.

„Ég hef mína njósnara í herbúðum hans [Aldo] svo ég sé allt sem hann gerir,“ sagði Conor McGregor í nýjasta UFC 194 Embedded þættinum.

Jose Aldo hefur áður sagt að það sé „rotta í sínum herbúðum sem kjaftar frá“. Á blaðamannafundi í Brasilíu á dögunum sagðist Aldo hafa dreift ósönnum orðrómi um að hann ætti við meiðsli að stríða til að reyna að finna „rottuna“.

„Stundum segist ég vera meiddur svo menn fari og tali um meiðslin. Þannig finnum við hver rottan er,” sagði Aldo á blaðamannafundinum í nóvember.

Þáttinn má sjá hér fyrir neðan en ummæli hans birtast eftir 6:40.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular