spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor fékk að minnsta kosti 3 milljónir dollara fyrir bardagann

Conor fékk að minnsta kosti 3 milljónir dollara fyrir bardagann

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor McGregor fékk að minnsta kosti 3 milljónir dollara fyrir sigurinn á Nate Diaz í gær. Diaz fékk 2 milljónir og eru þetta með hæstu tölum í sögu UFC.

Þetta eru þó aðeins uppgefin laun frá UFC en inn í þessu er ekki hluti af Pay Per View sölunni. Sá hluti er það sem gefur bardagamönnum mest og bætast við nokkrar milljónir dollara. Fyrr í vikunni sagði Conor að hann fengi yfir 10 milljónir dollara (tæpan 1,2 milljarð króna) fyrir bardagann.

Aldrei áður hefur bardagamaður fengið jafn mikið borgað fyrir einn bardaga líkt og nú. Fyrra metið átti Brock Lesnar á UFC 200 en þá fékk hann 2,5 milljónir dollara.

Þegar bardagarnir fara fram í Las Vegas verður UFC að gefa upp laun bardagamanna til íþróttasambands Nevada fylkis.

Það er gaman að sjá Nate Diaz fá svona vel borgað enda hefur hann oft kvartað yfir launum sínum í UFC. Það er ekki langt síðan Diaz fékk aðeins 30-40.000 dollara fyrir hvern bardaga. Diaz sagði eftir bardagann að þetta væri samt of lítið miðað við ástandið á andlitinu sínu.

Hér að neðan má sjá hæstu uppgefnu laun fyrir stakan bardaga í UFC:

UFC 202 – Conor McGregor: 3 milljónir dollara (351 milljónir króna)
UFC 200 – Brock Lesnar: 2,5 milljónir dollara (293 milljónir króna)
UFC 202 – Nate Diaz: 2 milljónir dollara (234 milljónir dollara)
UFC 196 – Conor McGregor: 1 milljón dollara (117 milljónir dollara)

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular