Opna æfingin fyrir UFC 229 fór fram í gær. Þeir Khabib Nurmagomedov, Conor McGregor, Tony Ferguson og Anthony Pettis æfðu þá fyrir framan áhorfendur.
Það styttist allverulega í risabardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Báðir tóku þeir þátt í opnu æfinginni í gær og fengu misjafnar móttökur.
Aðeins var baulað á Khabib þegar hann mætti á sviðið og voru greinilega fleiri Conor aðdáendur í salnum. Eftir að Khabib hafði tekið aðeins á því ávarpaði hann áhorfendur. Khabib spurði Írana hvað varð um tungumálið þeirra þar sem þeir tali bara ensku. „Hann [Conor] talar um að berjast gegn Englendingunum en afi hans, Christopher McGregor, var í enska sjóhernum og hann myrti ykkar fólk. Og nú styðjið þið hann. Ég mun breyta þessu á laugardaginn,“ sagði Khabib.
Khabib hefur í nokkrum viðtölum velt því fyrir sér hvað hafi orðið um írsku gelískuna sem fer nú hverfandi á Írlandi. Conor talar tungumálið þó og svaraði Khabib á blaðamannafundinum á gömlu írskunni á síðasta blaðamannafundi þeirra.
Conor fékk betri viðtökur hjá áhorfendum. Í lokin tók hann hljóðnemann og sagði Jameson bræðrunum (sem eru á bakvið Jameson viskíið) að fara í rass og rófu. Að lokum lofaði hann rothöggi gegn Dagestananum Khabib.
Þeir Tony Ferguson og Anthony Pettis tóku líka æfingu og hafði Tony Ferguson ýmislegt að segja eftir æfinguna.