spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor hótar að hætta við bardagann gegn Dustin Poirier eftir Twitter orðaskipti

Conor hótar að hætta við bardagann gegn Dustin Poirier eftir Twitter orðaskipti

Þeir Conor McGregor og Dustin Poirier áttu í harðorðum orðaskiptum á Twitter í gær og í dag. Samskiptin snérust um framlag Conor McGregor til góðgerðarsöfnuðs Dustin Poirier en millifærslan hefur ekki enn átt sér stað.

Dustin Poirier sigraði Conor McGregor með rothöggi í 2. lotu á UFC 257. Þegar talað var um að setja saman bardaga Conor og Dustin Poirier lofaði Conor að gefa 500.000 dollara í góðgerðarsjóð Dustin Poirier og eiginkonu hans, The Good Fight Foundation.

Á sunnudaginn sagði Dustin að upphæðin hafi ekki skilað sér til styrktarsjóðsins og að lið Conor McGregor hafi hætt að svara sér eftir bardagann í janúar. Þeir Conor McGregor og Dustin Poirier eiga að mætast aftur á UFC 264 í júlí.

Conor svaraði og sagði að sitt starfsfólk hafi verið að bíða eftir nánari útslitun á hvernig sjóðurinn ætlaði að nýta peninginn.

Dustin sagði aftur á móti að starfsfólk Conor McGregor hafi hætt að svara tölvupóstum frá The Good Fight Foundation.

Umboðsmaður Conor, Audi Attar, blandaði sér í umræðuna.

Eftir þetta færðist hiti í leikana og sagði Conor að bardagi þeirra í júlí væri ekki lengur á dagskrá.

Það verður athyglisvert að sjá hvernig þetta þróast en kapparnir voru einstaklega vinalegir í aðdragana bardaga þeirra í janúar. Núna virðist annað hljóð vera komið í þá báða.

Vonandi mun þó upphæðin sem Conor lofaði skila sér á rétta nstað. Upphæðina ætlaði sjóðurinn að nota til að aðstoða The Boys & Girls Club of Acadiana til að hjálpa bágstöddum krökkum í námi. Samtökin munu fjármagna samgöngur og kennslu í verkefninu Project Learn. Þá munu samtökin búa til íþróttahús og íþróttastarf (meðal annars bardagaíþróttir) fyrir bágstödd börn sem hafa ekki efni eða tækifæri á að stunda íþróttir. Krakkarnir sleppa við iðkendagjöld ef þau sýna af sér góða hegðun og leggja sig fram í skólanum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular