spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor lét sjá sig í 5 mínútur á blaðamannafundi og allt varð...

Conor lét sjá sig í 5 mínútur á blaðamannafundi og allt varð vitlaust

Conor DiazUFC hélt blaðamannafund nú rétt í þessu fyrir UFC 202. Eftir rólega byrjun varð allt vitlaust um leið og Conor loksins mætti og fóru flöskur á flug.

Þeir Nate Diaz, Conor McGregor, Glover Teixeira og Anthony Johnson áttu að vera á blaðamannafundinum fyrr í kvöld. Blaðamannafundurinn átti að byrja kl. 20 en töf varð á þar sem Conor var ekki mættur.

Dana White ákvað að byrja blaðamannafundinn án hans og fengu þeir Diaz, Johnson og Teixeira spurningar. Þegar Conor mætti svo loksins á blaðamannafundinn varð fljótlega allt vitlaust.

Eftir að Conor hafði svarað um þremur spurningum gekk Diaz skyndilega af blaðamannafundinum. Diaz gekk burt ásamt öllu liði sínu og sendi Conor fingurinn. Conor sagði honum þá ókurteisislega að koma sér burt og hófst svo fáranleg atburðarrás.

Diaz liðið og Conor byrjuðu að kasta vatnsflöskum í hvorn annan og létu þeir öllum illum látum. Dave Sholler, kynningarfulltrúi UFC, og Dana White reyndu að ná Conor til hliðar og slúttaði White blaðamannafundinum strax.

Conor sem sagt mætti í fimm mínútur, Diaz fór og allt varð vitlaust.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular