UFC staðfesti fyrr í kvöld bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Bardaginn fer fram á UFC 229 þann 6. október í Las Vegas.
Bardaginn hefur verið lengi í umræðunni og þá sérstaklega eftir að Conor McGregor (21-3) kastaði trillu í gegnum rúðu á rútu sem beindist að Khabib Nurmagomedov (26-0). Khabib er ríkjandi léttvigtarmeistari en nú reynir Conor að endurheimta beltið sem hann tapaði aldrei.
Þetta verður fyrsti MMA bardagi Conor síðan hann vann léttvigtarbeltið af Eddie Alvarez í nóvember 2016. Hann tók svo boxbardaga gegn Floyd Mayweather í ágúst í fyrra. Conor varði aldrei léttvigtartitil sinn en var sviptur titlinum í apríl á þessu ári. Khabib vann svo léttvigtartitilinn með sigri á Al Iaquinta í apríl.
Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins.
It’s ON!!! @TeamKhabib vs @TheNotoriousMMA at #UFC229 in October! pic.twitter.com/9DRehQAT8L
— UFC Canada (@UFC_CA) August 3, 2018