spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor mætir Khabib á UFC 229 (staðfest)

Conor mætir Khabib á UFC 229 (staðfest)

UFC staðfesti fyrr í kvöld bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Bardaginn fer fram á UFC 229 þann 6. október í Las Vegas.

Bardaginn hefur verið lengi í umræðunni og þá sérstaklega eftir að Conor McGregor (21-3) kastaði trillu í gegnum rúðu á rútu sem beindist að Khabib Nurmagomedov (26-0). Khabib er ríkjandi léttvigtarmeistari en nú reynir Conor að endurheimta beltið sem hann tapaði aldrei.

Þetta verður fyrsti MMA bardagi Conor síðan hann vann léttvigtarbeltið af Eddie Alvarez í nóvember 2016. Hann tók svo boxbardaga gegn Floyd Mayweather í ágúst í fyrra. Conor varði aldrei léttvigtartitil sinn en var sviptur titlinum í apríl á þessu ári. Khabib vann svo léttvigtartitilinn með sigri á Al Iaquinta í apríl.

Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular