Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz mætir Dustin Poirier í New York í nóvember

Nate Diaz mætir Dustin Poirier í New York í nóvember

Nate Diaz snýr aftur í búrið í nóvember eftir rúmlega tveggja ára fjarveru. Diaz mætir þá Dustin Poirier á UFC 230 í Madison Square Garden þann 3. nóvember.

Nate Diaz hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor í frábærum bardaga í ágúst 2016. Diaz fékk vel greitt fyrir bardagann og hefur hafnað nokkrum bardögum sem hafa komið á borð til hans undanfarin tvö ár. Diaz hefur sagt að hann ætli ekki berjast nema hann fái almennilega borgað en nú er hann loksins kominn með sinn næsta bardaga.

Bardaginn hefur ekki verið staðfestur af UFC en fjölmargir miðlar hafa greint frá þessu. Þá má lesa á milli línanna á Twitter síðu UFC og Dustin Poirier.

Bardaginn verður að öllum líkindum tilkynntur á blaðamannafundi í kvöld í Los Angeles. UFC heldur blaðamannafund fyrir vigtunina á UFC 227 í kvöld þar sem opinbera á stærstu bardagana í haust.

Dustin Poirier sigraði Eddie Alvarez um síðustu helgi og hefur nú unnið þrjá bardaga í röð. Poirier sagðist ekki ætla að svara símtölum UFC nema um titilbardaga væri að ræða eða stóra bardaga. Bardagi gegn Nate Diaz er greinilega stór bardagi enda Diaz stór stjarna eftir bardagana gegn Conor.

Talið er að bardaginn verði næstsíðasti bardagi kvöldsins en enn á eftir að ákveða aðalbardaga kvöldsins á þessu stóra kvöldi.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular