0

Conor McGregor 154,5 pund – báðir búnir að ná vigt og bardaginn á dagskrá!

Conor McGregor er búinn að ná tilsettri þyngd! Conor var 154,5 pund í formlegu vigtuninni áðan en Khabib er einnig búinn að ná vigt.

Formleg vigtun fór fram á hóteli bardagamannanna í Las Vegas fyrr í dag. Vigtunin fór fram á milli kl. 9 og 11 í morgun á staðartíma og höfðu bardagamenn því tveggja klukkutíma glugga til að vigta sig inn.

Khabib var fyrstur til að vigta sig inn og var 155 pund (70,3 kg) slétt. Conor kom rúmlega klukkutíma seinna eða kl. 10 á staðartíma og var 154,5 pund (70,08 kg). Titilbardaginn fer fram í 155 punda léttvigt og því fátt sem getur komið í veg fyrir risabardagann á morgun.

Allir bardagamenn kvöldsins náðu tilsettri þyngd. Sjónvarpsvigtunin fer svo fram á miðnætti í kvöld á íslenskum tíma.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.