spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor: Auðvitað er ég aldrei viljandi seinn

Conor McGregor: Auðvitað er ég aldrei viljandi seinn

Conor McGregor og Eddie Alvarez höfðu auðvitað ýmislegt að segja eftir blaðamannafundinn fjöruga í gær.

Megan Olivi spjallaði við þá báða og fékk nokkur góð ummæli. Conor McGregor kvaðst að sjálfsögðu ekki hafa verið viljandi seinn, það var bara mikil umferð. Þetta var í fjórða sinn á stuttum tíma sem hann er seinn á blaðamannafund.

Eddie Alvarez sagði þetta vera vanvirðingu hjá Conor að mæta alltaf svona seint enda gekk hann af sviðinu í gær þegar hann sá að Conor var seinn.

Um tíma leit út fyrir að allt hefði orðið vitlaust og virtist Conor McGregor ætla að kasta stól í Alvarez. Conor segir þó að hann hafi fengið smá innskot úr fortíðinni um leið og hann lyfti stólnum og vildi ekki fá aðra sekt líkt og hann fékk fyrir lætin á blaðamannafundinum fyrir UFC 202.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular