Conor McGregor var rétt í þessu sektaður fyrir sinn þátt í vatnsflöskustríðinu á blaðamannafundinum fyrir UFC 202. Íþróttasamband Nevada fylkis (NAC) leit málið alvarlegum augum.
Conor McGregor var ekki viðstaddur áheyrnina en var í símasambandi við Íþróttasambandið. Hann kvaðst harma atvikið og viðurkenndi að tilfinningarnar hafi hlaupið sig í gönur.
McGregor apologizes for the incident, says it was very unusual and he acted wrong. “I was acting very erratically.”
— Shaheen Al-Shatti (@shaunalshatti) October 10, 2016
McGregor: “This fight had everything on the line for me. This was the highest stakes fights I’ve ever been in.”
— Shaheen Al-Shatti (@shaunalshatti) October 10, 2016
McGregor: When I saw the bottles coming at my team, I picked up bottles and threw it back at their team. That’s it.
— Shaheen Al-Shatti (@shaunalshatti) October 10, 2016
McGregor: I was very, very upset at the incident. It was a high stakes fight, my emotions got the better of me. All I can say is I’m sorry.
— Shaheen Al-Shatti (@shaunalshatti) October 10, 2016
Conor þarf að greiða 5% af launum sínum fyrir bardagann gegn Nate Diaz á UFC 202 eða sem nemur 150.000 dollurum (rúmar 17 milljónir króna). Þá þarf hann að gegna 50 klukkustundum af samfélagsþjónustu á næstu sex mánuðum.
Upphaflega vildi NAC sekta hann um 25.000 dollara og 25 klukkustundir af samfélagsþjónstu en sektin endaði hins vegar í mun hærri upphæðum. Helmingur sektarinnar fer í baráttu gegn einelti.
Nate Diaz fékk frest í sínu máli og mun hans þáttur í vatnsflöskustríðinu vera tekinn fyrir í nóvember.