0

Conor McGregor handtekinn í gær

Conor McGregor var handtekinn í gær, mánudag, í Miami þar sem hann er staðsettur um þessar mundir. Conor er ákærður fyrir að hafa eyðilagt síma en honum hefur verið sleppt úr haldi.

Conor McGregor var að yfirgefa hótelið Fountainebleu sem hýsir frægan skemmtistað kl. 5:20 á mánudagsmorgun þegar karlmaður reyndi að taka mynd af Conor. Conor var ósáttur með myndatökuna og sló símann úr höndum mannsins, stappaði svo á símanum og tók svo símann.

Maðurinn segir að síminn hafi verið að verðmæti 1.000 dollara en Conor var handtekinn kl. 17:56 í gær og fékk tvær ákærur á hendur sér. Conor greiddi 12.500 dollara tryggingu og var sleppt úr haldi kl. 22:30 í gær.

Conor kláraði nýlega 25 klukkustunda samfélagsþjónustu fyrir rútuárásina í apríl. Þá er Conor í 6 mánaða banni fyrir sinn þátt í átökunum á UFC 229 í október.

Conor sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist þurfa að vera þolinmóðari.

 

View this post on Instagram

 

Patience in this world is a virtue I continue to work on. I love my fans dearly. Thank you all ❤️

A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.