spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor segist vera hættur

Conor McGregor segist vera hættur

conor ufc 196 doneÍrska ofurstjarnan Conor McGregor segist vera hættur. Þetta hefur eðlilega valdið miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum en enginn virðist vita hvort um alvöru sé að ræða eða ekki.

Conor McGregor er sem stendur staddur á Íslandi við æfingar í Mjölni. Hann æfði fyrr í kvöld með Keppnisliði Mjölnis en áður en æfingin hófst henti hann í ansi athyglisverða Twitter færslu.

Ritsjóri MMA Frétta óskaði eftir viðtali við McGregor og sagði hann orðrétt: „No, I’m retired, fuck interviews.“

In English: Conor – No, I’m retired, fuck interviews

Einn virtasti fjölmiðlamaðurinn í MMA, Ariel Helwani, segist hafa heimildir fyrir því að þetta sé ekki grín eða plat þó ástæðurnar séu ókunnugar.

John Kavanagh henti í lúmska færslu en honum finnst þó ekki leiðinlegt að valda smá usla á samfélagsmiðlum.

Eins og stendur virðist honum vera alvara með þessu. Orðrómur hefur verið á kreiki að samband UFC við Conor McGregor sé stirt þó báðir aðilar hafa neitað þessum orðrómi. Conor McGregor átti að mæta Nate Diaz á UFC 200 í júlí en nú er sá bardagi sennilega af borðinu. Nate Diaz henti sjálfur í skemmtilega færslu.

Óvissan er mikil þessa stundina og vonandi fáum við að vita meira á næstu dögum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular