Írska ofurstjarnan Conor McGregor segist vera hættur. Þetta hefur eðlilega valdið miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum en enginn virðist vita hvort um alvöru sé að ræða eða ekki.
Conor McGregor er sem stendur staddur á Íslandi við æfingar í Mjölni. Hann æfði fyrr í kvöld með Keppnisliði Mjölnis en áður en æfingin hófst henti hann í ansi athyglisverða Twitter færslu.
I have decided to retire young.
Thanks for the cheese.
Catch ya’s later.— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 19, 2016
Ritsjóri MMA Frétta óskaði eftir viðtali við McGregor og sagði hann orðrétt: „No, I’m retired, fuck interviews.“
In English: Conor – No, I’m retired, fuck interviews
Einn virtasti fjölmiðlamaðurinn í MMA, Ariel Helwani, segist hafa heimildir fyrir því að þetta sé ekki grín eða plat þó ástæðurnar séu ókunnugar.
Multiple sources are adamant at this time that McGregor’s tweet isn’t a joke, troll job or hoax of any kind. Reason(s) behind it is unclear.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) April 19, 2016
John Kavanagh henti í lúmska færslu en honum finnst þó ekki leiðinlegt að valda smá usla á samfélagsmiðlum.
Well was fun while it lasted
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) April 19, 2016
Eins og stendur virðist honum vera alvara með þessu. Orðrómur hefur verið á kreiki að samband UFC við Conor McGregor sé stirt þó báðir aðilar hafa neitað þessum orðrómi. Conor McGregor átti að mæta Nate Diaz á UFC 200 í júlí en nú er sá bardagi sennilega af borðinu. Nate Diaz henti sjálfur í skemmtilega færslu.
I guess my work here is done I’m retiring too✌?️??
— Nathan Diaz (@NateDiaz209) April 19, 2016
Óvissan er mikil þessa stundina og vonandi fáum við að vita meira á næstu dögum.