Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentConor McGregor sleppur ekki frá hópslagsmálunum

Conor McGregor sleppur ekki frá hópslagsmálunum

Hópslagsmál brutust út á UFC 229 um helgina eftir sigur Khabib Nurmagomedov gegn Conor McGregor. Upphaflega átti Khabib bara að vera til rannsóknar en Conor mun einnig þurfa að svara fyrir atburði laugardagskvöldsins.

Á blaðamannafundinum eftir UFC 229 sagði Dana White, forseti UFC, að NAC (íþróttasamband Nevada fylkis) muni halda uppgefnum launum Khabib á meðan slagsmálin eru til rannsóknar. Conor fékk sín laun en miðað við myndbandsupptökur sem NAC hafði fyrir höndum strax eftir bardagann þá átti Conor ekki sök að máli.

Nú hefur NAC ákveðið að leggja fram kvörtun gegn báðum bardagamönnum. Eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur sem ekki voru tiltækar beint eftir bardagakvöldið var Conor tekinn til skoðunar einnig.

Þá segir Anthony Marnell, stjórnarformaður NAC, að vitað sé hverjir þetta voru sem hoppuðu inn í búrið og verður þeim refsað þrátt fyrir að Conor hafi ekki lagt fram kæru. Þá segir hann að þetta sé grafalvarlegt mál og mun verknaðurinn hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular