spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor tjáir sig um dauðsfall Carvalho

Conor McGregor tjáir sig um dauðsfall Carvalho

Conor McGregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Portúgalski bardagamaðurinn Joao Carvalho lést í gærkvöldi eftir að hafa tapað MMA bardaga um helgina. Sá sem sigraði Carvalho er liðsfélagi Conor McGregor og sendi McGregor frá sér yfirlýsingu um dauðsfallið í dag.

„Það veldur mér hjartasorg að sjá ungan mann gera það sem hann elskar, keppandi í von um að skapa sér betra líf, og sjá það svo allt hverfa. Við erum ekkert nema menn og konur að gera það sem við elskum í von um betra líf fyrir okkur og fjölskyldur okkar. Enginn sem er viðloðinn bardagaíþróttir vill sjá svona hluti. Þetta er svo sjaldgæft að maður veit ekki hvernig á að taka á þessu,“ segir hann á opinberri Facebook síðu sinni.

„Það er auðvelt fyrir þá sem standa fyrir utan að gagnrýna okkar lífsmáta. Þetta er erfiður biti að kyngja fyrir þær milljónir manna sem hafa breytt lífi, heilsu, formi og andlegum styrk sínum í gegnum bardaga. Við höfum misst einn af okkur.“

„Vonandi munum við muna eftir Joao sem meistara sem elti draumana sína og gerði það sem hann vildi gera. Sýnum honum þá eilífu virðingu og aðdáun sem hann á skilið.

Hvíl í friði Joao.“

Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular