Thursday, April 25, 2024
HomeErlentConor Mcgregor var hæstánægður með sigur Jose Aldo um síðustu helgi

Conor Mcgregor var hæstánægður með sigur Jose Aldo um síðustu helgi

Conor McGregor var ánægður fyrir hönd Jose Aldo eftir sigur þess brasilíska um síðustu helgi. Aldo kláraði Jeremy Stephens um síðustu helgi með tæknilegu rothöggi en fyrir helgina hafði Aldo ekki klárað bardaga í fimm ár.

Conor McGregor er staddur í New York þessa dagana eftir að hafa afgreitt dómsmálið eftir rútuárásina í apríl. Málið var afgreitt síðasta fimmtudag fyrir framan dómara í New York en Conor er greinilega að nýta aðeins tímann í New York.

Conor fór út að skokka á dögunum og eltu fjölmiðlar hann uppi á meðan hann var á hlaupum. Á hlaupunum var hann meðal annars spurður út í sigur Jose Aldo um síðustu helgi. „Ég var mjög ánægður fyrir hans hönd. Í alvöru talað, ég var mjög ánægður að sjá hamingjuna hjá honum eftir sigurinn,“ sagði Conor McGregor við slúðurmiðilinn TMZ eftir skokkið.

„Þetta er brjálaður bransi og ég veit að hann hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt. Það var frábært að sjá hann koma til baka og klára þennan bardaga, ég var mjög ánægður fyrir hans hönd og þjálfarann, Andre Pederneiras. Allir á Írlandi voru ánægðir fyrir hönd Jose Aldo þetta kvöld.“

Þeir Conor og Aldo voru ekki beint einhverjir perluvinir í aðdraganda bardaga þeirra en Conor endaði á að rota Aldo á 13 sekúndum.

Conor var einnig spurður út í sín næstu skref á ferlinum og hvort hann berjist við Khabib næst. Conor segir að bardagi gegn Khabib sé ekki staðfestir en boltinn sé á hreyfingu. „Þetta er ekki staðfest en við erum nálægt. Ég trúi því, ég vona það [að bardaginn gerist 2018]. Ég er að reyna að ná því fram. Ég elska New York, þvílík borg. Ég myndi elska að berjast í Madison Square Garden aftur en ég held að þessi verði í Las Vegas.“

UFC er með tvö bardagakvöld í Las Vegas það sem eftir lifir af árinu. Þann 6. október fer UFC 229 í T-Mobile Arena í Vegas og þann 29. desember fer UFC 232 í sömu höll í Las Vegas.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular