spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Conor og Diaz héldu áfram að þræta eftir blaðamannafundinn

Myndband: Conor og Diaz héldu áfram að þræta eftir blaðamannafundinn

Það voru mikil læti á blaðamannafundinum fyrir UFC 196 í gær. Eftir blaðamannafundinn héldu þeir áfram að skjóta á hvorn annan í viðtali á FOX Sports Live.

Sex löggur voru til staðar til að ganga úr skugga um að allt færi vel fram en þeir McGregor og Diaz voru í sitt hvoru herberginu.

Kapparnir héldu áfram að blóta hvor öðrum í sand og ösku. McGregor segist hafa grafið þrjú lík í Vegas (Dustin Poirier, Chad Mendes og Jose Aldo) þar sem bardaginn fer fram og nú þurfi hann að gera aðeins lengri gröf fyrir hinn 183 cm háa Diaz.

Diaz sagði McGregor aldrei hafa barist við mann af eðlilegri stærð heldur einungis við dverga. Viðtalið má sjá hér að neðan.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular