Saturday, May 4, 2024
HomeErlentSauð næstum upp úr á blaðamannafundinum fyrir UFC 196

Sauð næstum upp úr á blaðamannafundinum fyrir UFC 196

Screen Shot 2016-03-03 at 22.33.20Blaðamannafundinum fyrir UFC 196 var að ljúka rétt í þessu. Stjörnur laugardagsins sátu þar fyrir svörum blaðamanna og mátti litlu muna að allt myndi sjóða upp úr í lokin.

Blaðamannafundurinn byrjaði hálftíma of seint enda var Conor McGregor seinn eins og svo oft áður. Fundurinn var tiltölulega rólegur til að byrja með en hitar byrjuðu að færast í leikinn þegar leið á fundinn.

McGregor varð hnyttnari í svörum sínum þegar á leið og Diaz hélt sig við sömu svör og síðast – „með hverjum æfiru?“ og „f*uck you“.

Báðir voru lítið að skjóta á hvorn annan í fyrstu þar til McGregor byrjaði að kalla Diaz hræddan lítinn strák sem væri að reyna að kasta sviðsljósinu sínu af sér. „Hann talaði mikið áður en núna segir hann ekki neitt,“ sagði McGregor um Diaz.

McGregor sagði Diaz vera blankan og bað hann um að dansa fyrir sig. Svo lengi sem hann myndi ekki horfa í augun á sér á meðan hann dansaði.

McGregor kláraði Jose Aldo á aðeins 13 sekúndum og sagðist núna vilja fá að leika sér aðeins að Diaz og sýna hvað hann hefur bætt sig mikið. McGregor ætlar að leika sér að litla hrædda stráknum eins og hann orðaði það.

Nate Diaz drullaði harkalega yfir Ido Portal, hreyfingarþjálfara McGregor, og spurði McGregor ótt og títt með hverjum hann æfði. McGregor svaraði ekki spurningu Diaz og hélt áfram að segja sitt.

Eitt af ummælum kvöldsins var þegar McGregor var spurður út í hver draumabardaginn hans væri í UFC. Eftir stutta umhugsun sagðist McGregor vera spenntastur fyrir að berjast við sjálfan sig!

Holly Holm og Miesha Tate voru kurteisar í sínum svörum og með nokkuð stöðluð svör við þeim spurningum sem þær fengu. Allt snérist um McGregor og Diaz.

Í lokin mættust þeir McGregor og Diaz augliti til auglits og ætlaði þar allt að sjóða upp úr. McGregor sló í hönd Diaz sem æstist mikið við það og mættu liðsfélagar þeirra beggja á sviðið. Um tíma voru Nick Diaz, Jake Shields, Joe Schilling (allt liðsfélagar Diaz), Ido Portal, Artem Lobov og Owen Roddy (allt liðsfélagar McGregor) allir á sviðinu ásamt gæslu.

Mikil öryggisgæsla var á svæðinu og tókst þeim að koma í veg fyrir frekari læti. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni.

Nokkur ummæli á Twitter.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular