Friday, April 19, 2024
HomeErlentConor vill bara fá hálfan dag sem tvöfaldur meistari

Conor vill bara fá hálfan dag sem tvöfaldur meistari

conor mcgregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor McGregor er tilbúinn að láta annað beltið af hendi sigri hann Eddie Alvarez í New York. Hann vill þó fá að njóta augnabliksins í smá stund áður en hann skilar öðru hvoru beltinu.

Fjaðurvigtarmeistarinn Conor McGregor mætir léttvigtarmeistaranum Eddie Alvarez í aðalbardaganum á UFC 205. Fari hann með sigur af hólmi mun Conor verða sá fyrsti í sögunnu til að halda tveimur beltum á sama tíma.

UFC hefur þó gefið það út að hann verði að skila öðru hvoru beltinu eftir bardagann og að hann geti ekki verið ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Conor McGregor segist skilja það en vill fá smá stund með bæði beltin.

„Leyfir mér fyrst að sjá myndir af mér í blöðunum með belti á sitt hvorri öxlinni. Leyfið mér að lyfta tveimur heimsmeistaratitlum í búrinu, nokkuð sem enginn hefur gert, áður en þið farið að tala um að taka beltin af mér. Leyfið mér að ná í þessi helvítis belti,“ sagði Conor við Sports Illustrated.

„Ég mun alltaf gera það sem er rétt viðskiptalega séð. En leyfið mér bara að skoða nokkrar myndir af mér með beltin og njóta í hálfan dag. Ekki taka þetta sögulega augnablik af mér áður en ég hef upplifað það.“

Conor biður svo sem ekki um mikið en áður en hann getur upplifað þetta sögulega augnablik þarf hann fyrst að vinna Eddie Alvarez og það verður langt í frá auðvelt.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular