spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor vill mæta Dustin Poirier í Texas fyrir framan áhorfendur

Conor vill mæta Dustin Poirier í Texas fyrir framan áhorfendur

Conor McGregor hefur samþykkt að berjast við Dustin Poirier þann 23. janúar. Conor vill að bardaginn verði á AT&T leikvanginum í Dallas með áhorfendur.

UFC er að reyna að setja saman bardaga Conor McGregor og Dustin Poirier. UFC vill að bardaginn fari fram þann 23. janúar en upphaflega vildi Conor berjast í nóvember eða desember á þessu ári. Conor hefur samþykkt tillögu UFC en leggur til að bardaginn verði á stórum leikvangi.

AT&T leikvangurinn í Dallas er eitt stærsta íþróttamannvirki Bandaríkjanna en þar spila Dallas Cowboys leiki sína í NFL deildinni. Leikvangurinn tekur um 80.000 manns í sæti en 101 þúsund áhorfendur voru á leikvanginum á WrestleMania WWE árið 2016. UFC hefur oft daðrað við hugmyndina um risabardaga á leikvanginum en aldrei látið verða að því.

Texas leyfir áhorfendur á viðburðum þessa dagana í 25% nýtingu leikvanga. Þannig mega 20.000 áhorfendur mæta á leiki Dallas Cowboys. Conor vill því hafa bardagann þar gegn Poirier með áhorfendur á leikvanginum stóra.

Síðustu mánuði hefur UFC einungis haft bardagakvöld í Apex aðstöðu sinni í Las Vegas eða á bardagaeyjunni í Abu Dhabi. Það er því óljóst hvort UFC láti verða af þessari hugmynd Conor McGregor.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular