Thursday, March 28, 2024
HomeErlentConor vs. Dustin Poirier 3 nálægt því að vera staðfestur

Conor vs. Dustin Poirier 3 nálægt því að vera staðfestur

Mynd: Jeff Bottari/Zuffa LLC via Getty Images)

Það stefnir allt í að þeir Conor McGregor og Dustin Poirier mætist í þriðja sinn í sumar. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 264 þann 10. júlí og eru samningar nánast í höfn.

Samningaviðræður milli UFC og bardagamannanna eru langt komnar og er talið að bardaginn verði staðfestur í vikunni samkvæmt ESPN. Dustin Poirier kláraði Conor McGregor á UFC 257 í janúar en kapparnir mættust fyrst árið 2014 þar sem Conor sigraði.

Talið var að Dustin Poirier gæti fengið titilbardaga eftir sigurinn en hann kaus að berjast frekar aftur við Conor í stað þess að berjast um titilinn enda er bardagi gegn Conor stærri fjárhagslega fyrir Poirier. Þeir Michael Chandler og Charles Oliveira mætast um lausan léttvigtartitilinn í maí.

Síðasti bardagi Conor og Dustin Poirier fór fram á bardagaeyjunni í Abu Dhabi en þessi mun að öllum líkindum fara fram í Las Vegas. UFC verður með fulla höll af áhorfendum á UFC 261 í apríl í Flórída og vonast eftir að geta gert hið sama í T-Mobile Arena í Las Vegas í júlí.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular