spot_img
Saturday, November 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCyborg: Sá Rondu skuggaboxa og skugginn vann

Cyborg: Sá Rondu skuggaboxa og skugginn vann

Cris ‘Cyborg’ Justino var gestur í þættinum Speak for Yourself í gær. Cyborg hefur lengi langað að mæta R0ndu Rousey og lét allt flakka í gær.

Cyborg er í snúinni stöðu í UFC. Hún hefur hingað til bara barist í 140 punda hentivigt þar sem þyngdarflokkurinn hennar, 145 punda fjaðurvigtin, er ekki til í UFC. Henni langar ekkert meira en að mæta Rondu Rousey enda er það stærsti bardaginn sem hún gæti fengið.

Cyborg fullyrðir að Ronda Rousey sé hrædd við sig og vandaði henni ekki kveðjurnar í gær. „Ég sá hana skuggaboxa og skugginn vann,“ sagði Cyborg.

Ronda Rousey hefur á sínum tíma lýst yfir áhuga á að berjast við Cyborg en bara í 135 punda bantamvigtinni. Niðurskurðurinn í 140 pundin er mjög erfiður fyrir Cyborg og getum við nánast útilokað að hún fari nokkurn tímann í 135 pundin.

Það hefur farið lítið fyrir Rondu Rousey eftir að hún tapaði bantamvigtarbeltinu til Holly Holm í nóvember í fyrra. Rousey mun sennilega ekki snúa aftur fyrr en á næsta ári og ekkert vitað hvenær það gæti átt sér stað.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular