spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Conor mun verja fjaðurvigtarbeltið næst og Woodley mætir Thompson

Dana White: Conor mun verja fjaðurvigtarbeltið næst og Woodley mætir Thompson

dana whiteDana White, forseti UFC, býst við að Conor McGregor muni verja fjaðurvigtarbeltið sitt næst eftir bardagann gegn Nate Diaz.

Þetta sagði hann í viðtali við heimasíðu UFC á dögunum. Þeir Conor McGregor og Nate Diaz mætast á UFC 202 eftir viku í veltivigtarslag. Conor mun því væntanlega mæta Jose Aldo aftur síðar á árinu.

„Ég býst við að Conor komi aftur niður og verji fjaðurvigtarbeltið sitt. Ég held að Nate vilji að bróðir sinn fái titilbardagann í veltivigt en Nick mun ekki fá titilbardaga umsvifalaust,“ sagði White.

Nick Diaz, eldri bróðir Nate, hefur nýlega afplánað 18 mánaða keppnisbann sitt og vill hann bara fá stóra bardaga. Tyron Woodley vann veltivigtartitilinn á UFC 201 á dögunum og óskaði strax eftir bardaga gegn Nick Diaz eða Georges St. Pierre. Miðað við ummæli White er ekki líklegt að honum verði að ósk sinni.

„Það eru aðrir sem eiga titilbardaga meira skilið [heldur en Nick Diaz]. Stephen ‘Wonderboy’ Thompson mun berjast um veltivigtartitilinn og svo sjáum við til hvað við gerum með Nick og Nate.“

Stephen Thompson hefur unnið sjö bardaga í röð í veltivigt UFC og er að flestra mati sá næsti í röðinni. Tyron Woodley var ekkert sérlega spenntur fyrir því að mæta Thompson þar sem hann vill fá stóra bardaga sem færa honum meiri tekjur en bardagi gegn Thompson myndi gera. Hann virtist einnig vera nokkuð hissa á ummælum Dana White enda hefur hann ekki skrifað undir neitt.

Það verður áhugavert að sjá hvernig veltivigtin mun spilast á næstu vikum en flestir hljóta að vera sammála Dana White hér. Conor McGregor verður að verja beltið sitt næst og Stephen Thompson á skilið að fá titilbardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular