spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Diaz og Conor mun fá stórar sektir

Dana White: Diaz og Conor mun fá stórar sektir

Dana White, forseti UFC, sagði í samtali við TMZ í gær að Conor McGregor og Nate Diaz munu fá stórar sektir eftir atburði miðvikudagsins.

UFC hélt blaðamannafund fyrir UFC 202 og varð allt vitlaust. Conor McGregor mætti hálftíma of seint á blaðamannafundinn en skömmu eftir að hann mætti fóru þeir Conor og Nate Diaz í flöskukast sín á milli.

„Þeim verður refsað. Fólk verður að skilja að við heyrum undir íþróttasamband Nevada. Báðir eiga eftir að fá risastórar sektir og það verður líklegast réttað yfir þeim eftir bardagann. Við gætum fengið að sjá bönn og samfélagsþjónustu. Þetta verður ljótt,“ sagði Dana White.

White bætti við að einn einstaklingur hafi slasast í látunum og eiga þeir nú þegar von á lögsókn. White ítrekar að þetta hafi ekki verið ákveðið fyrirfram. „Þetta var 100% í alvöru. Það væri eitt það heimskulegasta í heimi að setja eitthvað svona upp á svona fjölmennum stað þar sem dósum og flöskum var kastað. Þetta mun kosta þá stórar fjárhæðir og verða mikill hausverkur og vesen. Þetta á eftir að valda þeim miklum óþægindum.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular