spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White efast um að Khabib-Ferguson fari fram á árinu

Dana White efast um að Khabib-Ferguson fari fram á árinu

Dana White, forseti UFC, er svartsýnn á að bardagi Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson geti farið fram á þessu ári. Fimm sinnum hefur verið hætt við bardaga þeirra.

Þeir Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson áttu að mætast á UFC 249 þann 18. apríl en vegna kórónaveirunnar var hætt við bardagann. Khabib mun ekki berjast fyrr en í haust en Justin Gaethje kom inn í hans stað. Gaethje mætir Tony Ferguson þann 9. maí.

Dana White sat fyrir svörum á Reddit í vikunni. Þar var hann spurður hversu bjartsýnn hann væri að bardagi Khabib og Tony Ferguson gæti farið fram síðar á árinu.

Dana sagðist ekki vera bjartsýnn á að bardaginn gæti farið fram. Þá væri hann „hræddur um hvað gerist næst ef við reynum að bóka bardagann aftur.“

Ótrúleg óheppni hefur fylgt þessum bardaga en í þetta sinn var það heimsfaraldur sem kom í veg fyrir bardagann. Dana sagði einnig í þræðinum að sá bardagi sem hann langi mest að sjá aftur er viðureign Conor McGregor og Khabib.

Þráðurinn var hin besta skemmtun en svörin hans má lesa hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular