spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White ver ákvörðun sína að gefa Dominick Cruz titilbardaga

Dana White ver ákvörðun sína að gefa Dominick Cruz titilbardaga

Dominick Cruz fær óvænt titilbardaga gegn Henry Cejudo þann 9. maí. Ekki eru allir sammála ákvörðun UFC að gefa honum titilbardaga.

Dominick Cruz hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Cody Garbrandt í desember 2016. Cruz hefur verið þjakaður af meiðslum allan sinn feril en hann hefur bakkað úr tveimur bardögum vegna meiðsla síðan hann barðist síðast.

Þrátt fyrir að hafa ekki unnið bardaga í tæp fjögur ár fær Cruz tækifæri á að endurheimta beltið á UFC 249 þann 9. maí. Upphaflega átti Cejudo að mæta Jose Aldo um bantamvigtartitilinn en þar sem Aldo getur ekki ferðast til Bandaríkjanna vegna kórónaveirunnar hefur Cruz fengið bardagann.

Það þótti athyglisvert að Cruz skildi hafa fengið titilbardaga eftir svo langa fjarveru en Dana White varði ákvörðun sína. „Cruz er ennþá einn af þeim bestu í heiminum. Hann hefur verið þjakaður af meiðslum allan ferilinn en er enn talinn einn af þeim bestu í heiminum. Henry Cejudo er til í að berjast við alla og vill berjast við þá bestu. Hann vill nöfn eins og Jose Aldo og Dominick Cruz á ferilskránni,“ sagði Dana White við ESPN.

UFC 249 fer fram þann 9. maí í Flórída en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Justin Gaethje og Tony Ferguson.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular