spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Woodley fær næsta titilbardaga og Hendricks er nú í millivigt

Dana White: Woodley fær næsta titilbardaga og Hendricks er nú í millivigt

Johny HendricksEins og við greindum frá fyrr í dag mun Johny Hendricks ekki keppa annað kvöld á UFC 192 eins og til stóð. Samkvæmt Dana White, forseta UFC, mun Tyron Woodley fá næsta titilbardaga í veltivigtinni.

Johny Hendricks og Tyron Woodley áttu að mætast annað kvöld í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Hendricks er þekktur fyrir að skera mikið niður fyrir bardaga en í gærkvöldi sagði líkaminn hingað og ekki lengra. Hendricks er með þarmastíflu og nýrnasteina sem talið er að sé fylgikvilli niðurskurðarins. Hann var fluttur á bráðamóttöku í gærkvöldi og fékk næringu í æð.

Sigurvegarinn milli Hendricks og Woodley hefði líklegast fengið titilbardaga en þar sem Hendricks gat ekki keppt er Woodley nú kominn með titilbardagann. Hann mætir sigurvegaranum úr viðureign meistarans Robbie Lawler og Carlos Condit.

Samkvæmt Dana White er Johny Hendricks nú í millivigt. Þetta er nauðsynleg breyting fyrir hann og verður áhugavert að sjá hvernig honum mun vegna þar.

Hugsanlega eru dagar Hendricks taldir í veltivigtinni og gæti hann átt erfitt uppdráttar í millivigtinni gegn stærri andstæðingum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular