spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier 114 kg í vigtuninni - Sijara Eubanks nær ekki vigt

Daniel Cormier 114 kg í vigtuninni – Sijara Eubanks nær ekki vigt

Vigtuninni fyrir UFC 230 er nú lokið. Tveir keppendur náðu ekki vigt en þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier hefur aldrei verið jafn þungur.

UFC 230 fer fram í Madison Square Garden á morgun og fór vigtunin fram í morgun á hóteli bardagamannanna í New York. Daniel Cormier var 251,2 pund (114 kg) í vigtuninni en hann hefur aldrei verið jafn þungur í vigtuninni fyrir bardaga. Fyrir bardagann gegn Stipe Miocic var hann 246 pund (tæp 112 kg) en þegar hann barðist í þungavigt Strikeforce var hann mest 250 pund.

Cormier er enn ríkjandi meistari í léttþungavigt (205 punda flokkur eða tæp 93 kg) en dagar hans í léttþungavigtinni eru sennilega taldir. Cormier verður sviptur titlinum þegar bardagi Jon Jones og Alexander Gustafsson byrjar í á UFC 232. Derrick Lewis var svo 120 kg í vigtuninni.

Sijara Eubanks og Brian Kelleher náðu ekki tilsettri þyngd. Klúður Eubanks hefur vakið sérstaklega mikla athygli enda hefur hún látið í sér heyra að undanförnu. Eubanks átti að fá titilbardaga í fluguvigt gegn Valentinu Shevchenko á bardagakvöldinu UFC 230. Bardagaaðdáendur voru hins vegar ekki sáttir með þá ákvörðun og sérstaklega í ljósi þess að titilbardagi Joanna Jedrzejczyk (sem hafði þegar verið staðfestur) var skyndilega blásinn af.

Þegar hætt var við titilbardaga Eubanks var hún öskuhill og lét Dana White, Joe Rogan og fleiri starfsmenn UFC heyra það. Eubanks hraunði yfir alla og sagði að hún ætti fluguvigt kvenna. Eubanks mætir Roxanne Modafferi en Eubanks hefur áður verið í vandræðum með vigtina. Eubanks átti að berjast um titilinn í úrslitabardaga TUF 26 en var send á spítala fyrir vigtunina og gat ekki keppt. Modafferi kom í staðinn og tapaði fyrir Nicco Montano. Montano var svo sjálft svipt titlinum í haust þegar hún var send upp á spítala fyrir titilvörn sína gegn Valentinu Shevchenko. Titilinn í fluguvigt kvenna er því laus en þær Shevchenko og Jedrzejczyk mætast um titilinn á UFC 231 í desember.

Eubanks hafði lítið að segja um vigtunarmisferlið sitt.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular