spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier aftur orðinn léttþungavigtarmeistari UFC

Daniel Cormier aftur orðinn léttþungavigtarmeistari UFC

Daniel Cormier er aftur orðinn léttþungavigtarmeistari UFC. Þetta sagði hann í UFC Tonight í gærkvöldi.

Jon Jones sigraði Daniel Cormier á UFC 214 í júlí fyrr í sumar og tók þar með titilinn af Cormier. Bardaginn var hins vegar úrskurðaður ógildur í gær eftir að B-sýni Jon Jones reyndist einnig innihalda stera rétt eins og A-sýnið.

Þar sem bardaginn var dæmdur ógildur var Daniel Cormier aftur gerður að léttþungavigtarmeistara UFC.

„Ef bardaginn var dæmdur ógildur er eins og þetta hafi ekki gerst. Ef hann svindlaði hefði hann ekki átt að berjast og hann svindlaði og vann samt bardagann. Enn á ný er ég orðinn UFC meistari,“ sagði Cormier í gær.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular