0

Sigur Jon Jones á Daniel Cormier dæmdur ógildur

Sigur Jon Jones á Daniel Cormier á UFC 214 hefur nú verið dæmdur ógildur. Jon Jones féll á lyfjaprófi sem tekið var daginn fyrir bardaga þeirra.

Jon Jones sigraði Daniel Cormier með rothöggi í 3. lotu á UFC 214 í júlí í sumar. Bardaginn markaði endurkomu Jones eftir eins árs keppnisbann vegna lyfjabanns.

Þremur vikum eftir bardagann kom í ljós að Jon Jones hefði aftur fallið á lyfjaprófi. Í lyfjaprófinu fannst anabolíski sterinn Turinabol og sýndi B-sýnið fram á það sama.

Bardaginn fór fram í Kaliforníu og hefur CSAC (California State Athletic Commission) nú dæmt bardagann ógildan (e. no contest). Sigur Jon Jones er því ógildur þar sem Jones féll á lyfjaprófinu.

Ekki er vitað hvað verður um léttþungavigtarbeltið en þar stjórnar UFC ferðinni og koma íþróttasamböndin ekkert nálægt beltunum. UFC hefur áður sagt að bardagasamtökin munu ekki taka neina ákvörðun um sviptingu beltis fyrr en öll kurl verða komin til grafar. Daniel Cormier gæti því aftur orðið léttþungavigtarmeistari fljótlega án þess að berjast.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.