spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier mætir Derrick Lewis í New York - Dustin Poirier meiddur

Daniel Cormier mætir Derrick Lewis í New York – Dustin Poirier meiddur

UFC 230 fer fram í New York eftir tæpan mánuð. Loksins er kominn staðfestur aðalbardagi kvöldsins en á sama tíma höfum við misst einn besta bardaga kvöldsins.

Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier mætir Derrick Lewis í nýjum aðalbardaga kvöldsins í Madison Square Garden þann 3. nóvember. Lewis var að berjast um síðustu helgi á UFC 229 þar sem hann náði mögnuðu rothöggi í lok 3. lotu. Eftir bardagann kvaðst hann ekki vera tilbúinn í fimm lotur og hefði engan áhuga á titilbardaga.

Daniel Cormier sagði á dögunum að það væri útilokað að hann gæti barist á UFC 232 í lok árs vegna handarmeiðsla en segist nú geta barist þann 3. nóvember.

Margt getur breyst á nokkrum dögum og fer fyrsta titilvörn Cormier í þungavigtinni fram eftir rúmar þrjár vikur.

Þeir Derrick Lewis og Daniel Cormeir áttu í skemmtilegum orðaskiptum þegar þeir börðust báðir á UFC 226 í sumar. Lewis var ósáttur við gagnrýni Cormier á Popeyes kjúklingnum.

Þetta þýðir að fyrirhugaður bardagi Sijara Eubanks og Valentinu Shevchenko er ekki lengur á dagskrá sem aðalbardagi kvöldsins. Þar af leiðandi er bardagi Joanna Jedrzejczyk og Shevchenko aftur á dagskrá í desember um fluguvigtartitil kvenna. Eubanks var afar ósátt með að missa þetta tækifæri og gagnrýndi UFC harðlega á samfélagsmiðlum þó sumum tístum hafi hún eytt.

Þær leiðinlegu fréttir bárust síðan í morgun þegar ESPN staðfesti að Dustin Poirier gæti ekki barist gegn Nate Diaz á UFC 230. Sá bardagi var einn mest spennandi bardagi kvöldsins og ólíklegt að Diaz fái annan andstæðing í stað Poirier.

Þess í stað mun bardagi Chris Weidman og Luke Rockhold vera næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 230 sem er hreint alls ekki slæmt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular