UFC 230 fer fram í New York eftir tæpan mánuð. Loksins er kominn staðfestur aðalbardagi kvöldsins en á sama tíma höfum við misst einn besta bardaga kvöldsins.
Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier mætir Derrick Lewis í nýjum aðalbardaga kvöldsins í Madison Square Garden þann 3. nóvember. Lewis var að berjast um síðustu helgi á UFC 229 þar sem hann náði mögnuðu rothöggi í lok 3. lotu. Eftir bardagann kvaðst hann ekki vera tilbúinn í fimm lotur og hefði engan áhuga á titilbardaga.
Daniel Cormier sagði á dögunum að það væri útilokað að hann gæti barist á UFC 232 í lok árs vegna handarmeiðsla en segist nú geta barist þann 3. nóvember.
Margt getur breyst á nokkrum dögum og fer fyrsta titilvörn Cormier í þungavigtinni fram eftir rúmar þrjár vikur.
Þeir Derrick Lewis og Daniel Cormeir áttu í skemmtilegum orðaskiptum þegar þeir börðust báðir á UFC 226 í sumar. Lewis var ósáttur við gagnrýni Cormier á Popeyes kjúklingnum.
Never forget how this feud started: pic.twitter.com/EwoKIBbmyE
— Ariel Helwani (@arielhelwani) October 9, 2018
Þetta þýðir að fyrirhugaður bardagi Sijara Eubanks og Valentinu Shevchenko er ekki lengur á dagskrá sem aðalbardagi kvöldsins. Þar af leiðandi er bardagi Joanna Jedrzejczyk og Shevchenko aftur á dagskrá í desember um fluguvigtartitil kvenna. Eubanks var afar ósátt með að missa þetta tækifæri og gagnrýndi UFC harðlega á samfélagsmiðlum þó sumum tístum hafi hún eytt.
This is my life you’re playing with @danawhite @Mickmaynard2
— Sijara SarJ Eubanks (@SarJnCharge) October 9, 2018
Þær leiðinlegu fréttir bárust síðan í morgun þegar ESPN staðfesti að Dustin Poirier gæti ekki barist gegn Nate Diaz á UFC 230. Sá bardagi var einn mest spennandi bardagi kvöldsins og ólíklegt að Diaz fái annan andstæðing í stað Poirier.
Asked @NateDiaz209 what’s next now that Dustin Poirier is out of UFC 230. His response?
“I’ll just fight Khabib when he’s ready.”
— Ariel Helwani (@arielhelwani) October 10, 2018
Þess í stað mun bardagi Chris Weidman og Luke Rockhold vera næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 230 sem er hreint alls ekki slæmt.