Daniel Cormier hefur starfað fyrir UFC í langan tíma, fyrst sem bardagamaður, þar sem hann hélt þungavigtarbeltinu og léttþungavigtarbeltinu um tíma og er talinn einn besti bardagamaður í sögu UFC. Undanfarin ár hefur Cormier gefið sér gott orð sem lýsandi og spekingur í útsendingum UFC og hefur hann látið marga gullmolana falla í útsendingum, en Cormier hefur starfað við 26 bardagakvöld af þeim 42 sem UFC hefur haldið á árinu 2024.
Cormier í samstarfi við MMA junkie setti saman lista yfir fimm áhrifamestu einstaklingana innan UFC á árinu sem var að líða.
5. Hunter Campell (UFC CFO)
Hunter Campell er eitt af þeim nöfnum sem eru oft á flugi á fréttamannafundum UFC þar sem bardagamenn biðla til hans og Dana White ef þeir vilja fá tækifæri á því að berjast við tiltekna bardagamenn. Fyrir nokkrum árum tók Campell að sér leiðandi hlutverk í samningaviðræðum við bardagamenn og að setja á laggirnar bardaga. Cormier minnist þess þegar hann var í viðræðum við Campell og hafði byggt upp gott samband við hann. Cormier minnist þess að eftir að Campell hafi tekið við þessu hlutverki hafi samningaviðræður orðið einfaldari og nefnir hann skipti þar sem Campell á að hafa sagt við gerum þetta aftur fyrir Cormier eins og síðast og það var endirinn á þeim samningaviðræðum. Campell þykir góður í sínu starfi og hefur komið að samningaviðræðum af mörgum af bestu bardögum UFC ásamt því að ákveða hvaða bardagamaður berst við hvern. Nafn Campell er orðið vel þekkt því bardagamenn kalla hann óspart fram ásamt Dana White þegar þeir biðja um bardaga, kalla eftir bónusum eða launahækkunum.
4. Conor McGregor
Conor McGregor þarf vart að kynna til leiks en hann hefur verið einn mest umtalaði bardagamaður frá því að hann steig fyrst fram á sjónarsvið UFC. Frá þeim tíma hefur McGregor náð ótrúlegum árangri bæði innan bardagasenunnar og í viðskiptalífinu en hann hefur á undanförnum árum verið duglegur að koma sér fréttasíðum fyrir allar röngu ástæðurnar úr sínu einkalífi. McGregor átti að berjast við Michael Chandler á liðnu ári og átti að halda fréttamannafund í Dublin í tengslum við þann bardaga en þegar útsendingarlið ESPN var komið út þá var McGregor meiddur og enginn vissi almennilega hvernig staðan var en á endanum varð ekkert úr bardaga McGregor og Chandler. McGregor var einnig tíður gestur í dómsal í Írlandi þar sem hann tapaði einkamáli vegna ofbeldis sem talið var að líkindi væru til að hafi átt sér stað. Ef McGregor segist ætla að koma aftur þá er löng röð bardagamanna sem vilja ólmir fá tækifæri á stórum launatékka og auðvitað tækifæri á að setja nafn McGregor á ferilskrá sína.
3. Jon Jones
Jon Jones er núverandi þungavigtarmeistari UFC og er af mörgum talin besti bardagamaður allra tíma. Hann eins og Conor McGregor hefur verið duglegur að koma sér í fjölmiðla fyrir misjafnar ákvarðanir í einkalífi sínu en. Cormier sagði að Jones væri risastór stjarna og sagði hann að Ryan Clark hafi sett tíma Jones í samhengi fyrir honum þegar hann sagði „hugsaðu þér tímann sem Jones hefur verið á tindi íþróttarinnar, þetta eru þrjár kynslóðir af bardagamönnum sem hafa farið í gegn og allan þann tíma hefur Jones verið besti bardagamaður samtakanna. Jones sigraði Stipe Miocic á árinu en hann er af mörgum talinn besti þungavigtarbardagamaður UFC frá upphafi þó að sá bardagi hafi mögulega komið fjórum árum of seint til þess að vera alvöru áskorun fyrir Jones. Þá er mögulegur bardagi Jones við Tom Aspinall sá bardagi sem aðdáendur UFC halda vart vatni yfir þessa dagana en Jones átti stóran þátt í að skapa þá eftirvæntingu með því að tala niður bardagann eins og hann hefði engan áhuga á því að keppa við interim þungavigtarmeistara UFC og með því að sameina beltin í eitt.
2. Alex Pereira
Alex Pereira hefur komið inn í UFC eins og stormsveipur frá komu hans í UFC árið 2021. Frá þeim tíma hefur hann barist 10 bardaga og hefur náð í titla í tveimur þyngdarflokkum, millivigt og léttþungavigt. Hann er handhafi léttþungavigtartitils UFC sem stendur og hefur sett stefnuna á þungavigtartitilinn á næstu árum. Alex Periera barðist þrjá titilbardaga þar sem hann varði titil sinn á árinu sem allir enduðu með rothöggi eða tæknilegu rothöggi. Pereira er orðin ofurstjarna í UFC og eru honum allir vegir færir á komandi ári en þegar hann talar, hvort sem það er á fréttamannafundum eða á samfélagsmiðlum, þá tekur fólk eftir því og tekur mark á því sem hann segir. Cormier telur Pereira vera af þessum sökum og vegna stórkostlegs árs sem hann átti árið 2024, næst áhrifamesta mann í UFC.
- Dana White
Það sem Dana White hefur áorkað fyrir UFC og íþróttina blandaðar bardagalistir verða ekki gerð góð skil í nokkrum setningum. Hann hefur byggt íþróttina upp frá því að vera ólögleg bílskúrsskemmtun í alvöru íþrótt á nokkrum árum og gert íþróttina eina af þeim stærstu í heimi fyrir áhorfendur. White er andlit UFC og hafa margir stórir persónuleikar innan samtakanna kvaðst ætla að hætta að starfa fyrir þau ef Whiter hættir að vera í forgrunni og má þar helst nefna Joe Rogan. Whiter er auðvitað stóri stjórinn og eru áhrif hans innan UFC lítil takmörk sett en ef White segir eitthvað eru það lög. White er harður í horn að taka og segir Cormier að hann geti verið ruddalegur á tímum en það sé hluti af hans sjarma þar sem hann þolir ekkert kjaftæði og kemur sér að efninu. Það kemur ef til vill fáum á óvart að andlit UFC sé áhrifamesti maður innan samtakanna að mati Daniel Cormier.